Guð sagði:
"Verði ljós!"
Og það varð ljós.
Guð sá, að ljósið var gott, og Guð greindi ljósið frá myrkrinu. Og Guð kallaði ljósið dag, en myrkrið kallaði hann nótt.
Það varð kveld og það varð morgunn, hinn fyrsti dagur.